Trúnaðarráð StéttVest mótmælir árásum á launafólk

Stéttarfélag Vesturlands hélt fund með trúnaðarráði og trúnaðarmönnum félagsins 2. október síðastliðinn þar sem eftirfarandi ályktun um nýtt fjárlagafrumvarp var samþykkt: Fundur trúnaðarráðs og trúnaðarmanna Stéttarfélags Vesturlands haldinn fimmtudaginn 2. október 2014, mótmælir harðlega frumvarpi til fjárlaga 2015 sem lagt hefur verið fram. Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að draga til baka þær árásir á kjör og réttindi  launafólks, sem í frumvarpinu felast. Þau atriði sem einkum er mótmælt eru eftirfarandi:
  • Hækkun á virðisaukaskatti á matvörur
  • Skerðing  á rétti til atvinnuleysisbóta
  • Að ekki er staðið við fyrirheit um framlög til Virk starfsendurhæfingarsjóðs
  • Að framlög til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða eru lækkuð og stefnt að því að þau verði aflögð
  • Framlög til menntamála,  heilbrigðis- og vinnumarkaðasmála eru skert og í sumum tilfellum aflögð.
Verði frumvarpið ekki tekið til gagngerðrar endurskoðunar og áherslum breytt, þá mun launafólk beina kröfum sínum með auknum þunga að atvinnurekendum til að rétta hlut sinn og þar með muni líkur á ófriði á vinnumarkaði vaxa til muna. Þannig samþykkt á fundi Trúnararráðs 2. okt. 2014.
  1. 12/17/2024 6:01:56 PM Viðsjárverð þróun í leikskólamálum
  2. 12/10/2024 3:23:50 PM Formenn SGS fordæma aðfarir SVEIT og Virðingar í garð verkaf…
  3. 12/6/2024 1:41:51 PM Varað við nýju "stéttarfélagi" í veitingageiranum
  4. 11/22/2024 2:16:19 PM Desemberuppbót 2024 - nýjar reiknivélar