Trúnaðarmenn og hlutverk þeirra

Hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað er mjög mikilvægt, bæði fyrir félagsmenn og ekki síst fyrir stjórn stéttarfélagsins og starfsmenn þess. En hvert er hlutverk trúnaðarmannsins? Hvernig er hann kosinn og hvaða réttindi hefur hann? Svör við þessum spurningum ásamt fleirum er að finna í nýju kynningarefni SGS um trúnaðarmenn. Í kynningarefninu er farið yfir hlutverk trúnaðamannsins á vinnustað og hvaða réttindi hann hefur sem slíkur. Þá er fjallað um kosningu trúnaðarmanna og hvaða menntunar- og fræðsluúrræði þeim stendur til boða. Efnið er aðgengilegt á íslensku, ensku og pólsku og má nálgast hér.
  1. 11/22/2024 2:16:19 PM Desemberuppbót 2024 - nýjar reiknivélar
  2. 11/21/2024 2:32:56 PM Kjaramálafulltrúar komu saman á fræðsludegi
  3. 11/6/2024 2:29:58 PM Breytingar hjá starfsfólki ríkis og sveitarfélaga frá 1. nóv…
  4. 10/18/2024 3:34:22 PM Finnbjörn Hermannsson endurkjörinn forseti ASÍ