Þriggja daga þing ASÍ hefst á morgun

Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Starfsgreinasambandið á 119 fulltrúa á þinginu í ár, sem koma frá 19 aðildarfélögum sambandins. Á þinginu verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. Ljóst er að nýr forseti ASÍ og tveir varaforsetar verða kjörnir auk þess sem búast má við nokkrum breytingum á fulltrúum í miðstjórn ASÍ en miðstjórnin fer með æðsta vald í Alþýðusambandinu á milli þinga. Tvö hafa tilkynnt framboð til forseta ASÍ, þau Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGS og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Afls. Til varaforseta hafa þrír tilkynnt framboð; Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Fimm málefni verða rædd sérstaklega í hópavinnu á þinginu. Þau eru: Tekjuskipting og jöfnuður Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs Tækniþróun og skipulag vinnunnar Heilbrigðisþjónusta og Velferðarkerfið Húsnæðismál Í maí og september á þessu ári hélt ASÍ 18 fundi á 11 stöðum á landinu til að undirbúa umræðuna fyrir þingið en alls tóku tæplega 600 manns úr grasrót verkalýðshreyfingarinnar þátt í þessum fundum. Unnið verður áfram með niðurstöðu þeirra funda á þinginu. Nánar má fræðast um þing ASÍ á sérstökum þingvef ASÍ. Streymt verður frá upphafi þingsins á miðvikudag á heimasíðu ASÍ.
  1. 12/23/2024 1:52:05 PM Gleðilega hátíð (1)
  2. 12/17/2024 6:01:56 PM Viðsjárverð þróun í leikskólamálum
  3. 12/10/2024 3:23:50 PM Formenn SGS fordæma aðfarir SVEIT og Virðingar í garð verkaf…
  4. 12/6/2024 1:41:51 PM Varað við nýju "stéttarfélagi" í veitingageiranum