Þing Alþýðusambands Norðurlands

Mikill samhugur og samstaða er á þingi Alþýðusambands Norðurlands sem nú stendur yfir á Illugastöðum. Kjaramál eru eðlilega ofarlega á baugi enda stutt þangað til kjarasamningar renna út. Formaður starfsgreinasambandsins, varaformaður Samiðnar og formaður Landssambands Verslunarmanna eru meðal fulltrúa og fóru þau yfir stöðuna fyrir hvert samband fyrir sig. Samhljómur var um stutta samninga og öll brýndu þau til samstöðu og haft var á orði að ef samhugurinn sem ríkir á Norðurlandi væri meðal allrar verkalýðshreyfingarinnar gæti okkur orðið vel ágengt í næstu kjarasamningum.
Tvær ályktanir liggja fyrir fundinum, annars vegar um kjaramál og hins vegar um að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði þar áfram enda forsenda fyrir góðu aðgengi fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka að höfuðborgarsvæðinu. Þá stendur einnig yfir umræða um hvernig þróa eigi orlofsbyggðina Illugastaði áfram til að hún þjóni sem flestum sem best. Þinginu lýkur á morgun, laugardag.
  1. 12/17/2024 6:01:56 PM Viðsjárverð þróun í leikskólamálum
  2. 12/10/2024 3:23:50 PM Formenn SGS fordæma aðfarir SVEIT og Virðingar í garð verkaf…
  3. 12/6/2024 1:41:51 PM Varað við nýju "stéttarfélagi" í veitingageiranum
  4. 11/22/2024 2:16:19 PM Desemberuppbót 2024 - nýjar reiknivélar