Boðað hefur verið til formannafundar hjá Starfsgreinasambandi Ísland þann 18. janúar næstkomandi kl. 13:00. Á fundinum verður farið yfir forsendur kjarasamninga og afstöðu aðildarfélaga sambandsins til uppsagnar á kjarasamningum.
Ljóst þykir að efnahagslegar forsendur kjarasamninga standast, en vanefndir stjórnvalda gera það mögulegt að segja upp samningum.
Síðar sama dag munu formenn þeirra 13 aðildarfélaga sem afhentu Starfsgreinasambandinu kjarassamningsumboð í síðustu samningum móta afstöðu SGS hvort sambandið vilji segja upp samningum eður ei.