Starfsgreinasamband íslands hefur áhyggjur af miklu atvinnuleysi verkafólks

Starfsgreinasamband Íslands hefur áhyggjur af miklu atvinnuleysi á meðal verkafólks með stutta skólagöngu. Nýjar atvinnuleysistölur Vinnumálastofnunnar sýna að tæplega tólf þúsund einstaklingar voru atvinnulausir á öllu landinu í lok október. Atvinnuleysi mælist nú 6,8% að meðaltali í landsvísu en hæst er atvinnuleysið á Suðurnesjum (11,5%) og á höfuðborgarsvæðinu (7,7%). Þannig búa um 84% allra þeirra sem eru atvinnulausir á þessum svæðum. Skást er staðan á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Ofan á mikið skráð atvinnuleysi bætist svo landflótti og yfirfullt skólakerfi. Þannig má í raun ætla að staðan sé mun verri en framangreindar tölur gefa til kynna.   Þing SGS sem haldið var í Reykjavík dagana 13-14 október síðastliðinn lýsti yfir miklum áhyggjum af stöðu efnahags- og atvinnumála. Atvinnuleysi er allt of hátt og það sé forgangsmál að auka arðbærar fjárfestingar svo unnt sé að örva hagvöxt og skapa störf. Starfsgreinasamband íslands hvetur stjórnvöld, atvinnulíf, fjármálakerfið og Seðalbanka Íslands til þess að gera allt sem í þeirra valdi er til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast hraðar með því að stuðla að auknum fjárfestingum.
  1. 3/21/2025 10:37:05 AM Lágmarkskauptaxtar hækka um 0,58% frá 1. apríl 2025
  2. 3/17/2025 3:05:00 PM Kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna ólögmæts samráðs á…
  3. 3/7/2025 2:31:55 PM Umsvif hins opinbera í útboðum í ræstingum kortlögð
  4. 2/19/2025 8:36:18 PM SGS, ASÍ og Efling fordæma siðlausa framgöngu gagnvart ræsti…