SGS undirritar kjarasamning við ríkið

Eftir mikil fundarhöld undanfarna mánuði undirrituðu 18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð þann 15. júní sl. og gildir samningurinn frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Fundir milli aðila hafa staðið yfir frá því í mars sl. og var umtalsverður ágreiningur um að leiðrétta þyrfti launamun fyrir sömu störf og sömu starfsheiti, en að lokum tókst að ganga frá samkomulagi sem felur m.a. í sér ítarlega skoðun á umræddum launamun og þar sem hann finnst verður hann leiðréttur afturvirkt frá 1. apríl.

Samningurinn er að öðru leyti hefðbundinn því sem ríkið hefur samið um að undanförnu, en með kjarasamningnum fylgir ný launatafla sem gildir afturvirkt frá 1. apríl 2023. Einnig koma til sér hækkanir á laun í ræstingu og vaktálaögum ásamt því sem betri virkni verður á vaktahvata. Þá hækka orlofs- og desemberuppbætur - orlofsuppbótin verður 56.000 kr. og desemberuppbótin 103.000 kr. 

Sameiginleg rafræn atkvæðagreiðsla félagsmanna aðildarfélaga SGS sem starfa samkvæmt kjarasamningnum hófst 16. júní og lýkur 21. júní kl. 09:00.

Nálgast má frekari upplýsingar um samninginn og atkvæðagreiðsluna hér.

 

 

 

 

 

  1. 1/8/2025 2:04:42 PM Hvatning til ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja - yfirlýsin…
  2. 12/25/2024 8:36:22 PM Launahækkun á almennum vinnumarkaði 1. janúar
  3. 12/23/2024 1:52:05 PM Gleðilega hátíð (1)
  4. 12/17/2024 6:01:56 PM Viðsjárverð þróun í leikskólamálum