Samspil sóttkvíar og orlofs

Umræða um réttindi starfsfólks þegar kemur að samspili sóttkvíar og orlofs hefur verið sérstaklega áberandi undanfarið en samkvæmt tölulegum upplýsingum frá 12. janúar sættu 10.063 sóttkví. Brot gegn sóttkví geta varðað refsingu sbr. 19. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997.

Ljóst er að þeim sem gert er að sæta sóttkví skv. fyrirmælum yfirvalda hafa takmarkað athafnafrelsi. Þegar litið er til orlofs þá er ekki endilega verið að meta óvinnufærni heldur huglægt mat á því hvort viðkomandi geti notið orlofs skv. túlkun Hæstaréttar á 6. gr. orlofslaga nr. 30/1987 í máli nr. 56/2013. Telja verður því að þeir sem sæta sóttkví og innilokun vegna ætlaðs sjúkdóms, sem leiðir til þess að viðkomandi þurfi að einangra sig geti ekki notið orlofs að teknu tilliti til þeirra skilyrða sem sett eru í kjarasamningum. Þar af leiðandi á launamaður rétt á því að sóttkví hafi ekki áhrif á orlofstöku sína.

Heimildir sóttar af vinnuréttarvef ASÍ.

  1. 12/25/2024 8:36:22 PM Launahækkun á almennum vinnumarkaði 1. janúar
  2. 12/23/2024 1:52:05 PM Gleðilega hátíð (1)
  3. 12/17/2024 6:01:56 PM Viðsjárverð þróun í leikskólamálum
  4. 12/10/2024 3:23:50 PM Formenn SGS fordæma aðfarir SVEIT og Virðingar í garð verkaf…