Samningur við Landsvirkjun samþykktur

Kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og Landsvirkjunar sem undirritaður var 24. september síðastliðinn var samþykktur með 96% greiddra atkvæða. Samningurinn var lagður fyrir í póstatkvæðagreiðslu og lauk henni 16. október 2015. 23 starfsmenn voru á kjörskrá og kusu 17 af þeim, sem sagt 74% kjörsókn. Já sögðu 16 og nei sagði einn. Samningurinn telst því samþykktur og gildir hann afturvirkt frá 1. mars 2015 til 31. desember 2018. Samninginn í heild sinni má nálgast hér PDF.
  1. 11/22/2024 2:16:19 PM Desemberuppbót 2024 - nýjar reiknivélar
  2. 11/21/2024 2:32:56 PM Kjaramálafulltrúar komu saman á fræðsludegi
  3. 11/6/2024 2:29:58 PM Breytingar hjá starfsfólki ríkis og sveitarfélaga frá 1. nóv…
  4. 10/18/2024 3:34:22 PM Finnbjörn Hermannsson endurkjörinn forseti ASÍ