Ráðningarsamningur og húsaleigusamningur tveir sjálfstæðir samningar

Meðfram uppgangi í íslensku atvinnulífi undanfarin misseri, auknum fjölda erlends starfsfólks og vaxandi húsnæðisvanda hefur það færst í aukana að atvinnurekendur sjái starfsfólki sínu fyrir húsnæði. Þessi þróun er skiljanleg en jafnframt áhyggjuefni, enda gerir það starfsfólk berskjaldaðra en ella gagnvart atvinnurekanda. Þá hafa verið brögð að því að starfsfólk greiði himinháa leigu fyrir óviðunandi húsnæði - leigu sem er dregin af launum þess og því í raun um kjaraskerðingu að ræða. Í ljósi þessa vill Starfsgreinasambandið árétta að leiguhúsnæði, hvort sem það er í gegnum atvinnurekanda eða aðra, lýtur Húsaleigulögum með þeim uppsagnarfresti og réttindum leigutaka sem þar er kveðið á um. Í þeim tilfellum sem atvinnurekandi sér starfsfólki fyrir húsnæði ber honum að gera annars vegar húsaleigusamning og hins vegar ráðningarsamning við viðkomandi starfsmann. Hér er því um tvo sjálfstæða samninga að ræða. Eina undantekningin á þessu er starfsfólk sem vinnur samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og Bændasamtaka Íslands en þar er skilgreint hvað má draga af launum fyrir húsnæði og fæði.
  1. 11/22/2024 2:16:19 PM Desemberuppbót 2024 - nýjar reiknivélar
  2. 11/21/2024 2:32:56 PM Kjaramálafulltrúar komu saman á fræðsludegi
  3. 11/6/2024 2:29:58 PM Breytingar hjá starfsfólki ríkis og sveitarfélaga frá 1. nóv…
  4. 10/18/2024 3:34:22 PM Finnbjörn Hermannsson endurkjörinn forseti ASÍ