Orlofsuppbót 2018

Starfsgreinasamband Íslands vill minna launafólk á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót. Full uppbót árið 2018 er 48.000 kr. Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí 2017 – 30. apríl 2018 eiga rétt á fullri uppbót, en annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og reiknast orlof ekki ofan á orlofsuppbótina.
Starfsfólk á almennu vinnumarkaði: Fullt ársstarf telst vera 45 vikur eða meira fyrir utan orlof. Þeir sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum miðað við 30. apríl sl. eða í starfi fyrstu vikuna í maí eiga rétt á uppbót. Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga: Þeir sem hafa starfað 13 vikur samfellt á orlofsárinu eða eru/voru í starfi til 30. apríl eiga rétt á uppbót. Orlofsuppbót á að koma til greiðslu þann 1. júní næstkomandi hjá þeim sem starfa á almennum vinnumarkaði eða hjá ríkinu, en 1. maí hjá starfsfólki sveitarfélaga.
  1. 12/23/2024 1:52:05 PM Gleðilega hátíð (1)
  2. 12/17/2024 6:01:56 PM Viðsjárverð þróun í leikskólamálum
  3. 12/10/2024 3:23:50 PM Formenn SGS fordæma aðfarir SVEIT og Virðingar í garð verkaf…
  4. 12/6/2024 1:41:51 PM Varað við nýju "stéttarfélagi" í veitingageiranum