Öflugir félagsliðar á fræðsludegi

Um 20 félagsliðar komu saman á fræðsludegi félagsliða sem haldinn var á Fosshótel Reykjavík í síðustu viku. Starfsgreinasamband Íslands og Félag íslenskra félagsliða standa sama fyrir þessum fyrir árlega viðburði sem er fyrir löngu orðinn fastur liður í starfsemi sambandsins.

Að vanda var dagskráin fjölbreytt en að þessu sinni fengu gestir m.a. fræðslu um öryggi og sjálfsvarnir og mikilvægi liðsheildar á vinnustöðum. Þá fór formaður Félags íslenskra félagsliða yfir stöðu félagsliða og starfsemi félagsins og sérfræðingur SGS ræddi um kjarasamninga og stöðuna á vinnumarkaði. Miklar og góðar umræður sköpuðust meðal þátttakenda og ljóst að það ríkir mikill kraftur og góður andi í þessum öfluga hópi.

  1. 11/6/2024 2:29:58 PM Breytingar hjá starfsfólki ríkis og sveitarfélaga frá 1. nóv…
  2. 10/18/2024 3:34:22 PM Finnbjörn Hermannsson endurkjörinn forseti ASÍ
  3. 10/16/2024 7:39:49 PM 46. þing ASÍ sett í dag
  4. 10/9/2024 5:18:22 PM Verkalýðsfélag Akraness fagnar 100 ára afmæli