Málþing um nýjar áskoranir í framhaldsfræðslu

Starfsgreinasambandið vill vekja athygli á málþingi sem fer fram í dag þar sem umfjöllunarefnið verður nýjar áskoranir í framhaldsfræðslu. Málþingið er haldið á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Fræðslusjóðs og fer fram í Nauthól í Reykjavík klukkan 13:00-16:15. Áherslur, leiðir og framkvæmd framhaldsfræðslu eru sífellt til skoðunar meðal þeirra sem tengjast framhaldsfræðslukerfinu, t.d. í Fræðslusjóði, í stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem undirbýr nú gerð frumvarps um nám fullorðinna. Síðustu mánuði hafa starfsmenn og stjórn FA unnið að stefnumótun fyrir FA og þar hefur verið rætt um aukin tengsl við fyrirtækjamarkaðinn og hvernig FA tekst á við það hlutverk. Umræða um aukna starfshæfni á vinnustöðum má meðal annars rekja til vaxandi áhuga í Evrópu, líkt og sjá má í stefnumörkuninni Upskilling Pathways sem gerir ráð fyrir öflugri fræðslu innan fyrirtækja. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er nýstofnað verkefni, vistað hjá FA, þar sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið styrkir skipulag fræðslu og verkfærasmíð fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Þar er áherslan á að ná til stjórnenda ferðaþjónustufyrirtækja og gera þeim kleift að auka hæfni starfsmanna í greininni. Þá er í nýrri skýrslu á vegum NVL um hæfni í atvinnulífinu velt upp ýmsum atriðum um hvernig megi auka hana. Einnig má nefna að raunfærnimat móti viðmiðum atvinnulífsins er í umræðu hjá aðilum vinnumarkaðarins. Þessi og skyld málefni eru á dagskrá málþingsins og verður gert ráð fyrir góðum tíma í umræður.

Skráning hér

Dagskrá:
TÍMI DAGSKRÁRLIÐUR FLYTJANDI / UMSJÓN
13.00-13.10 Setning Kristján Þór Júlíusson, Mennta- og menningarmálaráðherra
13.10-13.30 Upskilling pathways - hæfniþróun í atvinnulífinu Sveinn Aðalsteinsson (FA), Svanhildur Kr. Sverrisdóttir (MRN)
13.30-14.00 Umræður í vinnuhópum Starfsmenn FA o.fl.
14.00-14.15 Sýn atvinnurekenda á nám í fyrirtækjum Áslaug Hulda Jónsdóttir (SVÞ)
14.15-14.30 Sýn stéttarfélaga á nám í fyrirtækjum Fjóla Jónsdóttir (Efling stéttarfélag)
14.30-15.00 Umræður í vinnuhópum Starfsmenn FA o.fl.
15.00-15.20 Kaffihlé
15.20-15.40 Sýn Kvasis (samtök símenntunarmiðstöðva) á nám í fyrirtækjum Inga Dóra Halldórsdóttir (Símenntunarmiðstöð Vesturlands) og Særún Rósa Ástþórsdóttir (Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum)
15.40-16.00 Umræður í vinnuhópum Starfsmenn FA o.fl.
16.00-16.15 Samantekt Guðrún Ragnarsdóttir (ráðgjafi Strategia ehf og formaður stjórnar Fræðslusjóðs)
  1. 12/25/2024 8:36:22 PM Launahækkun á almennum vinnumarkaði 1. janúar
  2. 12/23/2024 1:52:05 PM Gleðilega hátíð (1)
  3. 12/17/2024 6:01:56 PM Viðsjárverð þróun í leikskólamálum
  4. 12/10/2024 3:23:50 PM Formenn SGS fordæma aðfarir SVEIT og Virðingar í garð verkaf…