Loftslagsbreytingar og almannahagur

Eitt af mikilvægustu málefnum dagsins í dag eru loftlagsbreytingar af mannavöldum og neikvæðar afleiðingar þeirra fyrir komandi kynslóðir. Umhverfisbreytingar hafa víðtæk áhrif á efnahags- og atvinnulíf framtíðarinnar og lífskjör almennings. Alþjóðlegur samtakamáttur er eina leiðin til að vinna gegn þessari þróun og þar hefur verkalýðshreyfingin mikilvægu hlutverki að gegna. Umhverfisnefnd ASÍ efnir til fræðslu- og umræðufundar um leiðir til að sporna við þessari uggvænlegu þróun og um leið að horfa til framtíðar. Fundurinn er haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá hefst stundvíslega kl. 08:30 og lýkur kl. 10:15. Þátttökugjald er 2.500 krónur. Vinsamlegast skráið þátttöku á fundinn hér. Dagskrá: 8:00       Morgunverðarhlaðborð 8:30       SetningHeimir Janusarson, formaður umhverfisnefndar ASÍ 8:40       Stóra myndin – umhverfisleg sjálfbærni, fyrirtæki og starfsmenn Lára Jóhannsdóttir, nýdoktor í viðskiptafræðideild HÍ og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði starfsmanna Búnaðarbanka Íslands 9:00       Er siðlaust að menga? Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar á 21. öldinni Þórunn Sveinbjarnardóttir, MA í hagnýtri siðfræði og fyrrverandi umhverfisráðherra 9:20       Umhverfis- og samfélagsábyrgð fyrirtækja                 Finnur Sveinsson, varaformaður Festu og sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Landsbankanum 9:45       Pallborðsumræður Auk frummælanda taka þátt í pallborði: Drífa Snædal, framkvæmdastóri SGS Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Fundarstjóri: Halldóra Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags[hr toTop="false" /]
  1. 12/17/2024 6:01:56 PM Viðsjárverð þróun í leikskólamálum
  2. 12/10/2024 3:23:50 PM Formenn SGS fordæma aðfarir SVEIT og Virðingar í garð verkaf…
  3. 12/6/2024 1:41:51 PM Varað við nýju "stéttarfélagi" í veitingageiranum
  4. 11/22/2024 2:16:19 PM Desemberuppbót 2024 - nýjar reiknivélar