Kynbundinn launamunur á Íslandi yfir meðaltali Evrópuríkja

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur í dag fyrir málstofu um jafnrétti á vinnumarkaði undir yfirskriftinni „Equality pays off“ eða „Jafnrétti borgar sig“. Málstofan er hluta af stærra evrópuverkefni og er sambærilegur vettvangur skapaður í öllum Evrópulöndum. Á málstofunni voru aðilar vinnumarkaðarins og stjórnendur fyrirtækja sem miðluðu af reynslu sinni og ræddu hvernig auka megi hlut kvenna í atvinnulífinu og styrkja framgang þeirra í starfi. Í tengslum við málþingið voru teknar saman tölur um jafnrétti hér á landi og þær bornar saman við það sem gengur og gerist í öðrum Evrópulöndum. Slæmu fréttirnar eru þær að kynbundinn launamunur er hærri hér á landi (18,1%) en meðaltali í Evrópu er (16,2%). Hins vegar er atvinnuþátttaka íslenskra kvenna töluvert hærri hér á landi eða 77,88% á móti 58,6% að meðaltali í Evrópu. Þá er atvinnuleysi kvenna töluvert minna hér á landi (5,8%) en að meðaltali í Evrópu (10,6%). Hlutfall kvenna í hlutastörfum er á pari við það sem gerist að meðaltali í Evrópu (32%) en áhugavert er að karlar hér á landi eru hlutfallslega fleiri í hlutastörfum en karlar í Evrópu (10,9% á móti 8,4%). Þegar litið er til kvenna í stjórnunarstöðum erum við hærri en meðaltalið hvað varðar konur sem sitja í stjórnum fyrirtækja, hins vegar erum undir meðaltalinu þegar kemur að hlutfalli kvenna sem eru ráðnar í stjórnunarstöður (25% á móti 33% í Evrópu). Þó þessar tölur gefi vísbendingar verður þó að taka fram að Evrópuríkin eru afar misjafnlega á veg komin í jafnréttisátt. Hér má nálgast upplýsingar um Ísland og stöðu þess í jafnréttismálum gagnvart Evrópu: http://ec.europa.eu/justice/gender-equality/equality-pays-off/spotlight-on-your-country/index_en.htm
  1. 12/25/2024 8:36:22 PM Launahækkun á almennum vinnumarkaði 1. janúar
  2. 12/23/2024 1:52:05 PM Gleðilega hátíð (1)
  3. 12/17/2024 6:01:56 PM Viðsjárverð þróun í leikskólamálum
  4. 12/10/2024 3:23:50 PM Formenn SGS fordæma aðfarir SVEIT og Virðingar í garð verkaf…