Kópur ekki aðili að SGS

Vegna umfjöllunar um stofnun nýs stéttarfélags undir nafninu Kópur og auglýsinga sem það hefur birt, og virðist einkum vera beint að Pólverjum, ítrekar SGS að Kópur er ekki aðili að Starfsgreinasambandinu og að engar viðræður eða samtöl hafa átt sér stað milli Kóps og forystufólks SGS.

Í auglýsingum Kóps er látið í veðri vaka að væntanlegir félagsmenn í Kópi muni njóta þeirra réttinda og kjara sem félög innan SGS tryggja sínum félagsmönnum. Slík fyrirheit eru algerlega úr lausu lofti gripin og virðast vera sett fram til að blekkja fólk.

SGS og aðildarfélög þess hvetja launafólk til að vera á varðbergi gagnvart boðum sem þessum og passa upp á að afsala sér ekki réttindum og kjörum sem félagsmenn í verkalýðshreyfingunni hafa byggt upp og tryggt með baráttu undanfarna áratugi.

Nánari upplýsingar:
Björn Snæbjörnsson, formaður, 894-0729
Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri, 897-8888

  1. 7/15/2024 10:47:20 AM Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga 2024-2028…
  2. 7/8/2024 11:05:45 AM Kjarasamningur við ríkið 2024-2028 samþykktur
  3. 7/5/2024 11:51:04 AM Kosið um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin
  4. 7/4/2024 12:49:29 PM Kjarasamningur við sveitarfélögin í höfn