Kjarasamningar undirritaðir

Skrifað var undir kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði í kvöld. Helstu atriði samningsins er snúa að félögum í Starfsgreinasambandinu er 8.000 króna launahækkun auk tilfærslu um einn launaflokk og 2,8% hækkun á alla almenna liði kjarasamningsins. Auk þess hækkar lágmarkstekjutrygging eftir fjögurra mánaða starf úr 204.000 í 214.000 krónur. Desember- og orlofsuppbætur hækka einnig hlutfallslega. Flest félög innan SGS undirrituðu samningana í kvöld en við tekur kynningarferli og atkvæðagreiðsla meðal allra félagsmanna. Niðurstaða á að liggja fyrir ekki síðar en 22. janúar næstkomandi þannig að aðildarfélög SGS fara að undirbúa atkvæðagreiðslur strax í upphafi nýs árs. [hr toTop="false" /]
  1. 21. Mars 2025 Lágmarkskauptaxtar hækka um 0,58% frá 1. apríl 2025
  2. 17. Mars 2025 Kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna ólögmæts samráðs á…
  3. 7. Mars 2025 Umsvif hins opinbera í útboðum í ræstingum kortlögð
  4. 19. Febrúar 2025 SGS, ASÍ og Efling fordæma siðlausa framgöngu gagnvart ræsti…