Kjarasamningar SGS komnir úr prentun

Í dag fékk Starfsgreinasambandið í hús glænýtt upplag af prentuðum kjarasamningum. Þeir samningar sem eru komnir úr prentun eru heildarkjarasamningur SGS og SA sem og samningar sambandsins við Samband íslenskra sveitarfélaga, Bændasamtök Íslands og Landssambands smábátaeigenda og Samband smærri útgerða. Aðrir samningar, þ.e. greiðasölusamningur SGS og SA og samningur SGS og ríkisins, eru væntanlegir úr prentun á næstunni.

Hafi félagsmenn hug á að nálgast eintak af umræddum samningum er þeim bent á að hafa samband við sitt stéttarfélag eða heimsækja skrifstofu þess, en þeir munu berast félögunum á næstunni. Eins og áður má nálgast alla samninga sambandins á rafrænu formi hér á heimasíðunni.


Eins og sjá má þá er upplagið ansi veglegt.

  1. 7/15/2024 10:47:20 AM Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga 2024-2028…
  2. 7/8/2024 11:05:45 AM Kjarasamningur við ríkið 2024-2028 samþykktur
  3. 7/5/2024 11:51:04 AM Kosið um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin
  4. 7/4/2024 12:49:29 PM Kjarasamningur við sveitarfélögin í höfn