Kaldar kveðjur frá ríkinu til launafólks

Blekið er ekki þornað af nýgerðum kjarasamningum þegar stjórnvöld senda kaldar kveðjur til launafólks í formi gjaldskrárhækkana. Komugjöld á heilsugæslustöðvar hækkuðu um 15-20% þann 1. janúar síðastliðinn. Rétt fyrir jól var undirritaður kjarasamningur með hógværum launahækkunum en með þeim samningi fylgdi ásetningur um að halda aftur af hækkunum hjá fyrirtækjum og í opinberum gjaldskrám. Stærstu sveitarfélög landsins hafa dregið til baka fyrirhugaðar hækkanir og í tengslum við kjarasamninga undirritaði fjármálaráðherra bréf með „skuldbindandi fyrirheitum“ um svipað. Reyndar segir orðrétt í bréfinu sem fjármálaráðherra undirritaði þann 21. desember síðastliðinn: „Næstu tvö ár verði gjaldskrárhækkanir ríkisins undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands.“ Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% á tólf mánuðum en rúmri viku eftir undirritum yfirlýsingarinnar hækka komugjöld á heilsugæslustöðvar um 15-20%. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands krefst þess að þessi hækkun verði afturkölluð og staðið verði við gefin loforð í aðdraganda kjarasamninga.[hr toTop="false" /]
  1. 3/21/2025 10:37:05 AM Lágmarkskauptaxtar hækka um 0,58% frá 1. apríl 2025
  2. 3/17/2025 3:05:00 PM Kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna ólögmæts samráðs á…
  3. 3/7/2025 2:31:55 PM Umsvif hins opinbera í útboðum í ræstingum kortlögð
  4. 2/19/2025 8:36:18 PM SGS, ASÍ og Efling fordæma siðlausa framgöngu gagnvart ræsti…