Hörður Guðbrandsson nýr formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur
Hörður Guðbrandsson hefur tekið við formennsku Verkalýðsfélags Grindavíkur, en hann tekur við embættinu af Magnúsi Má Jakobssyni sem gegnt hefur formennsku í félaginu frá árinu 2012. Hörður er búfræðingur að mennt og hefur starfað við ýmsa verkamannavinnu í gegnum tíðina, m.a. sem bílstjóri, verkstjóri og sjómaður. Hörður var í bæjarstjórn Grindavíkur í 10 ár og forseti bæjarstjórnar megnið af þeim tíma. Þá hefur Hörður setið í stjórn Kölku og SSS (Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum) auk þess að hafa sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið og fleiri félög. Einnig var Hörður varaformaður Verkalýðsfélags Grindavíkur um tíma.
Starfsgreinasambandið býður Hörð velkominn í formannahóp sambandsins og þakkar í leiðinni Magnúsi fyrir farsælt samstarf í gegnum tíðina.
[caption id="attachment_269113" align="alignleft" width="300"] Hörður og Magnús við formannaskiptin[/caption]