Greiðslur úr Félagsmannasjóði SGS

Félagsmenn aðildarfélaga SGS sem starfa hjá sveitarfélögum fá í samræmi við síðustu kjarasamninga greitt 1,5% af launum sínum í Félagsmannasjóð SGS.

Greitt var úr sjóðnum í fyrsta sinn 1. febrúar síðastliðinn og hafa nú verið greiddar rúmar 218 milljónir króna til tæplega 5.000 félagsmanna.

Félagsmönnum aðildarfélaga SGS, sem starfa hjá sveitarfélögum, og eiga eftir að sækja um í sjóðinn er bent á að fylla út þetta form.

Greitt verður úr sjóðnum með reglubundum hætti næstu mánuði.

  1. 3/21/2025 10:37:05 AM Lágmarkskauptaxtar hækka um 0,58% frá 1. apríl 2025
  2. 3/17/2025 3:05:00 PM Kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna ólögmæts samráðs á…
  3. 3/7/2025 2:31:55 PM Umsvif hins opinbera í útboðum í ræstingum kortlögð
  4. 2/19/2025 8:36:18 PM SGS, ASÍ og Efling fordæma siðlausa framgöngu gagnvart ræsti…