Fundur Fólksins

Lýðræðis- og stjórnmálahátíðin Fundur Fólksins fer fram dagana 8. og 9. september í Hofi á Akureyri. Á hátíðinni munu hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar og stofnanir vera með starfsemi í bland við líflegar umræður, tónlistaratriði og uppákomur. Hátíðinni er ætlað að virkja lýðræðisþátttöku almennings, vera vettvangur allra þeirra sem vilja ræða málefni samfélagsins og skapa meira traust og skilning milli ólíkra aðila samfélagsins án þess að vera föst í venjubundnum umræðufarvegi stjórnmála eða fjölmiðla. Starfsgreinasambandið mun taka virkan þátt í hátíðinni líkt og undanfarin ár. Í ár mun SGS, ásamt samstarfsaðilum, standa fyrir sófaspjalli með Sögu Garðarsdóttur á föstudeginum og málþingi um ungt fólk á laugardeginum undir yfirskriftinni "Af hverju borga ég í stéttarfélag?". Þá munu fulltrúar SGS vera á staðnum báða dagana ásamt fleiri stéttarfélögum/samböndum til að kynna starfsemi sína, standa fyrir getraunaleik með veglegum vinningum og spjalla við gesti og gangandi. Frekari upplýsingar um hátíðina, m.a. dagskrána í heild, má nálgast á vefsíðu Fundar fólksins. Viðburðir á Facebook: Sófaspjall Málþing Allir eru velkomnir á Fund fólksins. Engin aðgangseyrir er fyrir almenning. SGS hvetur sem flesta til að líta við í Hofi um helgina og taka þátt í þessari líflegu hátíð! Kynningarbæklingur hátíðarinnar
  1. 12/25/2024 8:36:22 PM Launahækkun á almennum vinnumarkaði 1. janúar
  2. 12/23/2024 1:52:05 PM Gleðilega hátíð (1)
  3. 12/17/2024 6:01:56 PM Viðsjárverð þróun í leikskólamálum
  4. 12/10/2024 3:23:50 PM Formenn SGS fordæma aðfarir SVEIT og Virðingar í garð verkaf…