Fræðsludagur félagsliða
Miðvikudaginn 22. nóvember næstkomandi verður hinn árlegi fræðsludagur félagsliða haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði, en viðburðurinn er opinn félagsliðum um allt land óháð stéttarfélagi. Nauðsynlegt er að skrá sig hjá Drífu Snædal (drifa@sgs.is) fyrir 15. nóvember. Félagsliðar um allt land eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að fræðast og ekki síst hitta aðra félagsliða og ræða sameiginleg málefni.
Dagskrá
Kl. 10:00 – 11:00 Hópavinna um stöðu félagsliða og framtíðarsýn
Kl. 11:30 – 12:00 Samantekt og umræður
Kl. 12:00 – 13:00 Hádegismatur
Kl. 13:00 – 14:00 Félagsliðar sem burðarstoð í velferðarkerfi framtíðarinnar
Kl. 14:00 – 14:40 Kynning á nýju framhaldsnámi félagsliða
Kl. 14:40 – 15:00 Kaffi
Kl. 15:00 – 15:45 Að njóta sín í starfi og koma í veg fyrir kulnun
Kl. 16:00 Fundalok