Félagsfundir um allt land – launakröfur mótaðar

Aðildarfélög innan SGS eru nú í óða önn við að móta launakröfur sínar fyrir komandi kjarasamninga, en samningar á almennum vinnumarkaði renna út 28. febrúar næstkomandi. Að undanförnu hafa félögin boðað til fjölda félags- og kjaramálafunda á sínum félagssvæðum og eru fleiri fundir fyrirhugaðir á næstu dögum. Fundirnir hafa almennt verið vel sóttir sem gefur sterka vísbendingu um að hugur er í verkafólki fyrir komandi samninga. Þá hafa fulltrúar stéttarfélaganna verið iðnir við að heimsækja vinnustaði til að ræða við sína félagsmenn um þeirra vonir og væntingar. Aðildarfélög SGS hafa frest til 22. janúar næstkomandi til að skila inn sínum kröfugerðum, en þann sama dag mun samninganefnd SGS hittast til að móta sameiginlega kröfugerð sambandins.
  1. 7/15/2024 10:47:20 AM Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga 2024-2028…
  2. 7/8/2024 11:05:45 AM Kjarasamningur við ríkið 2024-2028 samþykktur
  3. 7/5/2024 11:51:04 AM Kosið um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin
  4. 7/4/2024 12:49:29 PM Kjarasamningur við sveitarfélögin í höfn