Efnilegir ungliðar
Starfgreinasamband Íslands stóð fyrir fundi fyrir ungt fólk á Hótel Hallormsstað á Austurlandi dagana 22. og 23. maí sl. Alls mæti 21 ungliði á aldrinum 18 til 33 ára til fundarins, en öll eru þau félagsmenn í einhverjum af aðildarfélögum SGS.
Dagskráin var fjölbreytt og umræðurnar líflegar. Fyrri daginn var m.a. farið yfir nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og fjallað um vinnumarkaðinn í alþjóðlegu samhengi, en síðari daginn fengu þátttakendur fróðleg erindi um loftslagsmál og möguleika í notkun samfélagsmiðla. Í lok fundarins hittu ungliðarnir formenn aðildarfélaga SGS og ræddu um væntingar sínar og þau mál sem þeim fannst að berjast ætti fyrir.
Þetta var í fjórða sinn sem SGS stendur fyrir ungliðafundi á borð við þennan og miðað við ánægjuna og áhugann hingað til er ljóst að þessir fundir eru komnir til að vera. Það er vonandi flestir í þessum hópi eftir að láta af sér kveða innan verkalýðshreyfingarinnar í framtíðinni enda ungt fólk á uppleið með góðar hugmyndir.