Efling stéttarfélag skrifaði undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg föstudagskvöldið 13. nóvember síðastliðinn. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.
Samningurinn felur í sér eftirfarandi launabreytingar:
Samningaviðræður SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem slitnaði upp úr í síðustu viku, eru nú á forræði ríkissáttasemjara og var fyrsti fundur undir hans stjórn boðaður kl. 10:30 í morgun. SGS mun flytja frekari fregnir að gangi viðræðnanna þegar þær liggja fyrir.
- Við upphaf samnings eða 1. maí 2015 hækka launataxtar um 25.000 kr. en þó að lágmarki um 7,7%.
- Þann 1. júní 2016 hækka launataxtar um 6%.
- Þann 1. júní 2017 kemur ný launatafla þar sem lífaldursþrep falla niður en starfsaldursþrep koma inn í staðinn. Auk þess er tenging starfsmats við launatöflu breytt.
- Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 3%.
- Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð 40.000, miðað við þá sem eru í fullu starfi 1. janúar 2019 og hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.