Desemberuppbót 2016

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum  að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Upphæðir desemberuppbótar fyrir árið 2016:
  • Full desemberuppbót árið 2016 er kr. 82.000 hjá þeim sem vinna á almennum vinnumarkaði.
  • Full desemberuppbót árið 2016 er kr. 82.000 hjá þeim sem vinna hjá ríki.
  • Full desemberuppbót árið 2016 hjá þeim sem vinna hjá sveitarfélögum er kr. 106.250.
Nánari upplýsingar um rétt til desemberuppbótar skv. þeim kjarasamningum sem heyra undir SGS: -Texti úr kjarasamningum (PDF) -Upphæð desembersorlofsgreiðslu m.v. starfshlutfall og starfstíma - almenni og ríki (PDF) -Upphæð desembersorlofsgreiðslu m.v. starfshlutfall og starfstíma - sveitarfélög (PDF)
  1. 3/21/2025 10:37:05 AM Lágmarkskauptaxtar hækka um 0,58% frá 1. apríl 2025
  2. 3/17/2025 3:05:00 PM Kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna ólögmæts samráðs á…
  3. 3/7/2025 2:31:55 PM Umsvif hins opinbera í útboðum í ræstingum kortlögð
  4. 2/19/2025 8:36:18 PM SGS, ASÍ og Efling fordæma siðlausa framgöngu gagnvart ræsti…