Aneta nýr formaður Verkalýðsfélags Þórshafnar

Aðalfundur Verkalýðsfélag Þórshafnar var haldinn 31. maí síðastliðinn. Á fundinum var Aneta Potrykus kosinn formaður félagsins en hún tekur við af Svölu Sævarsdóttur, sem hefur verið formaður frá 2009 til 2022, með eins árs hléi. Svala mun þó sitja áfram í stjórn félagsins sem varaformaður.

Aneta, sem er pólsk að uppruna, hefur búið ásamt fjölskyldu minni á Íslandi í 14 ár og er í dag búsett á Þórshöfn ásamt eiginmanni sínum og sex börnum. Aneta tók að fullu við rekstri skrifstofu Verkalýðsfélags Þórshafnar í júní 2019. Hún er BS-próf í stjórnmálafræði og opinberri stjórnsýslu frá háskólanum í Lodz í Póllandi. Aneta starfaði áður hjá Sparisjóði Þórshafnar og hjá Landsbankanum á Þórshöfn en hún hefur einnig unnið við ýmis afgreiðslustörf í gegnum tíðina.

Starfsgreinasambandið býður Anetu velkomna í formannahóp sambandsins og hlakkar til samstarfsins á komandi árum og þakkar um leið Svölu fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum tíðina.

  1. 12/17/2024 6:01:56 PM Viðsjárverð þróun í leikskólamálum
  2. 12/10/2024 3:23:50 PM Formenn SGS fordæma aðfarir SVEIT og Virðingar í garð verkaf…
  3. 12/6/2024 1:41:51 PM Varað við nýju "stéttarfélagi" í veitingageiranum
  4. 11/22/2024 2:16:19 PM Desemberuppbót 2024 - nýjar reiknivélar