“Að menga er að syndga” segir páfinn

Parísarsamkomulagið gegn mengun og fyrir umhverfinu var staðfest formlega í New York fyrir þremur vikum. Evrópusambandið hefur því miður ekki staðfest samkomulagið og engin aðgerðaráæltun er til staðar. Málið var til umfjöllunar á fundi EFFAT (evrópsk samtök launfólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði) í byrjun maí og var fjallað sérstaklega um aðkomu verkalýðshreyfingarinnar. Gallin við Parísarsamkomulagið (COP21) var að það skorti aðkomu grasrótarinnar. Málið er hins vegar mjög brýnt fyrir heimsbyggðina alla og hefur áhrif á verkafólk hvar sem er. Öfgar í veðráttu, hvort sem eru flóð eða þurrkar eru tíðari vegna loftslagsbreytinganna og verður þess valdandi að fólk missir heimili sín og lífsviðurværi og flóttafólki fjölgar. Við þurfum öll að líta í eiginn barm og taka hndum saman ef við ætlum að reyna að halda hlýnun jarðar inna við tvær gráður. Það eru nokkur jákvæð teikn á lofti, til dæmis hefur Obama beitt sér töluvert, ólíkt fyrrum Bandaríkjaforsetum og eins hefur páfinn talað mjög afdráttarlaust og meira að segja skilgreint mengun sem synd. Á Evrópufundinum kom fram sterkur vilji um að verkalýðshreyfingin semdi sína eigin aðgerðaráætlun.
  1. 11/6/2024 2:29:58 PM Breytingar hjá starfsfólki ríkis og sveitarfélaga frá 1. nóv…
  2. 10/18/2024 3:34:22 PM Finnbjörn Hermannsson endurkjörinn forseti ASÍ
  3. 10/16/2024 7:39:49 PM 46. þing ASÍ sett í dag
  4. 10/9/2024 5:18:22 PM Verkalýðsfélag Akraness fagnar 100 ára afmæli