42. þing ASÍ - sókn til nýrra sigra!

42. þing Alþýðusambands Íslands hófts í gær á Hilton Reykjavik Nordica, en þingið stendur yfir í þrjá daga. Seturétt á þingi ASÍ eiga samtals 292 þingfulltrúar og er þeim skipt milli aðildarfélaga með beina aðild og sambanda í hlutfalli við fjölda félagsmanna þeirra. Auk þess eiga 9 fulltrúar ASÍ-UNG seturétt á þinginu. Starfsgreinasambandið á 115 fulltrúa á þinginu í ár, sem koma frá 19 aðildarfélögum sambandins. Unnin verður málefnavinna í hópum eftir svokölluðu þjóðfundafyrirkomulagi, eins og tíðkast hefur á undanförnum þingum Alþýðusambandsins með góðum árangri. Í gær (miðvikudag) var rætt um nýtt samningalíkan að Norrænni fyrirmynd og í dag er fókusinn settur á velferðar- og vinnumarkaðsmál. Á morgun(föstudag) verður svo kosið í embætti til næstu tveggja ára, þar á meðal forseti ASÍ, varaforsetar og í miðstjórn ASÍ. Kukkan. 14:00 í dag verður efnt til pallborðsumræðna með leiðtogum þeirra sjö stjórnmálaflokka sem líklegastir eru að ná fólki inn á þing eftir kosningarnar um samhengið á milli efnahagslegs- og félagslegs stöðugleika. Þessi umræða og opnun þingsins á miðvikudag verða sýndar í beinni útsendingu hér á heimasíðu ASÍ. Streymi frá opnun 42. þings ASÍ (kl. 10:00-11:15 á miðvikudag) Streymi frá stjórnmálaumræðum (kl. 14:00-15:30 á fimmtudag) Nánari upplýsingar um þingið má nálgast hér.
  1. 3/21/2025 10:37:05 AM Lágmarkskauptaxtar hækka um 0,58% frá 1. apríl 2025
  2. 3/17/2025 3:05:00 PM Kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna ólögmæts samráðs á…
  3. 3/7/2025 2:31:55 PM Umsvif hins opinbera í útboðum í ræstingum kortlögð
  4. 2/19/2025 8:36:18 PM SGS, ASÍ og Efling fordæma siðlausa framgöngu gagnvart ræsti…