14. október 2015
Þing SGS lýsir yfir stuðningi við baráttu starfsfólksins í RIO Tinto Íslandi
Þing Starfsgreinasambands Íslands haldið á Hótel Natura dagana 14. og 15. október 2015 lýsir fullum stuðningi við aðgerðir starfsfólks RIO Tinto í Straumsvík. Barátta þeirra er birtingamynd stærri baráttu gegn verktöku og starfsmannaleigum. Það er grundvallarkrafa verkalýðshreyfingarinnar að launafólk sé með kjarasamninga sem standast ákvæði á íslenskum vinnumarkaði og að þeir séu virtir. Tilrauni…
14. október 2015
Fimmta þing SGS sett - ræða formanns
Fimmta reglulega þing Starfsgreinasambands Íslands var sett kl. 10 í morgun með ræðu Björns Snæbjörnssonar, formanns sambandsins. Ræða Björns fer hér á eftir.
...
Félags- og húsnæðismálaráðherra, forseti ASÍ, kæru gestir og ágætu þingfulltrúar.
Ég býð ykkur velkomin til fimmta þings Starfsgreinasambands Íslands og óska okkur öllum til hamingju með afmælið.
Fimmtán árum eftir stofnun Starfsgre…
14. október 2015
Fimmta þing SGS hefst í dag
Í dag og á morgun, 14. og 15. október, fer fimmta reglulega þing Starfsgreinasambands Íslands fram á Hótel Natura í Reykjavík, en yfirskrift þingsins að þessu sinni er "Sterkari saman í 15 ár". Þegar formaður Starfsgreinasambandsins og Einingar-Iðju, Björn Snæbjörnsson, hefur sett þingið munu þau Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, flytja ávörp.…
14. október 2015
Afmælismálþing SGS
Óhætt er að segja að í bland við hátíðleika á afmælismálþingi SGS hafi farið fram gagnrýnin umræða um hlutverk og ásýnd verkalýðshreyfingarinnar, erindi hennar í dag og baráttuna við að fá ungt fólk til liðs við hreyfinguna.
Starfsgreinasambandið hélt uppá 15 ára afmæli sitt með málþingi í gær, 13. október, sem var allt í senn skemmtilegt, gagnrýnið og fróðlegt. Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur…
12. október 2015
SGS fagnar 15 ára afmæli
Þann 13. október fagnar Starfsgreinasamband Íslands fimmtán ára afmæli sínu. Blásið verður til málþings á Hotel Natura klukkan eitt á afmælisdaginn, þar verður litið yfir farinn veg og spáð í framtíðina. Um kvöldið munu fulltrúar frá aðildarfélögum SGS ásamt gestum fagna með hátíðarkvöldverði. Fimmta reglulega þing SGS hefst svo þann 14. október og stendur í tvo daga. Á dagskrá verða hefðbundin þi…