7. mars 2024
Stöðugleika- og velferðarsamningur í höfn
Breiðfylkingin, sem samanstendur af Starfsgreinasambandinu, Samiðn og Eflingu, hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. Um er að ræða langtímasamning en gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028.
24. janúar 2024
Breiðfylkingin vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara
Komið er að krossgötum í viðræðum Breiðfylkingar stærstu landssambanda og stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði við Samtök atvinnulífsins. Eftir fjölda funda er komið í ljós að SA fallast ekki á hófsama nálgun Breiðfylkingarinnar.
28. desember 2023
Áskorun gegn gjaldskrárhækkunum
Fyrr í dag átti SGS fund með Samtökum atvinnulífsins ásamt samfloti landssambanda og stærstu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði. Um var að ræða fyrsta formlega fundinn um endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.
22. desember 2023
Stærstu stéttarfélög og landssambönd á almennum vinnumarkaði taka höndum saman um nýja þjóðarsátt
Íslensk heimili hafa of lengi verið föst í spennitreyju ofurvaxta og óðaverðbólgu, en hætta er á að kjarabætur sem náðst hafa fram í kjarasamningum síðustu ára brenni upp og verði að engu. Það hvernig tekst til við endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eftir áramótin mun skera úr um þetta.
22. desember 2023
Gleðilega hátíð
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík jól og von um ríka samstöðu og aukinn kaupmátt á nýju ári. Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður opin samkvæmt hefðbundnum opnunartíma milli jóla og nýárs (27.-29. desember).