1. desember 2017
Kjaramálaráðstefna - mikilvægur undirbúningur
Dagana 6. og 7. desember næstkomandi mun Starfsgreinasamband Íslands standa fyrir kjaramálaráðstefnu um kjarasamningsamninga SGS og Samtaka atvinnulífsins. Ráðstefnan fer fram Hótel Reykjavík Natura, en ráðstefnuna sækja fulltrúar frá aðildarfélögum SGS. Ráðstefnan mun byggjast á samlestri á kjarasamningum en einnig verða ákveðin atriði tekin til sérstakrar umfjöllunar. Starfsmenn SGS munu svo í k…
27. nóvember 2017
„Viltu ekki tylla þér aðeins stúlkan mín?!“
Um þessar mundir stendur Starfsgreinasamband Íslands, í samstarfi við Norræn samtök starfsfólks í hótel- og veitingagreinum, fyrir herferð þar sem kastljósinu er beint að kynferðislegri áreitni innan hótel- og veitingageirans. Rannsóknir hafa sýnt að kynferðisleg áreitni er sorglega algeng innan þessa geira. Það er ólíðandi og eitthvað sem enginn á að þurfa að þola - áreitni og annað ofbeldi er A…
27. nóvember 2017
Fræðsludagur félagsliða
Starfsgreinasamband Íslands boðaði til fræðslufundar fyrir félagsliða af öllu landinu þann 22. nóvember síðastliðinn. Mikil ásókn var á fundinn eins og jafnan er, en þetta er í fjórða sinn sem SGS heldur slíkan viðburð. Að þessu sinni var lögð áhersla á hópastarf, hvernig félagsliðar geti styrkt sig félagslega og faglega auk þess að styrkja stöðu stéttarinnar út á við. Rúmlega 40 félagsliðar tóku…
23. nóvember 2017
3,6% atvinnuleysi í október
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 201.100 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í október 2017, sem jafngildir 82% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 193.800 starfandi og 7.200 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,6%.
Samanburður mælinga fyrir október 2016 og 2017 sýna að atvinnuþátttaka fólks …!--more-->
23. nóvember 2017
Við erum ekki á matseðlinum!
Um helmingur kvenna starfandi í þjónustugreinum verða fyrir áreitni á vinnustað af hendi viðskiptavina, samstarfsfélaga, birgja eða yfirmanna, um fjórðungur karla verður fyrir slíkri áreitni. Konur upplifa skerta öryggistilfinningu vegna áreitninnar en hún virðist ekki að sama skapi hafa áhrif á karla sem verða fyrir áreitni. Að koma í veg fyrir áreitni á vinnustöðum er því öryggismál og ber að fa…!--more-->