10. september 2018
Félagsleg undirboð og brotastarfsemi verði ekki liðin á vinnumarkaði
Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands komu saman til fundar á Akureyri föstudaginn 7. september og tóku sérstaklega fyrir eftirlit með félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Þá hélt Alþýðusamband Íslands málþing á Akureyri um stöðu fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði hér á landi þar sem fjallað var um gróf brot gegn einstaklingum. Formannafundur Starfsgreinasamb…!--more-->
7. september 2018
Formannafundur á Akureyri
Öll 19 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands eiga fulltrúa á formannafundi SGS sem haldinn er í Kjaralundi á Akureyri 7. september 2018. Á fundinum er farið yfir verkefni vetrarins, kjaramál, fræðslumál og einstaka verkefni. Sérstaklega verður beint sjónum að eftirlitsstarfsemi stéttarfélaganna og átaksverkefnum á þeim vettvangi. Formannafundurinn að þessu sinni er haldinn í tengslum við Lýsu…
27. ágúst 2018
Fræðsludagur félagsliða
Starfsgreinasamband Íslands og Félag Íslenskra félagsliða boða til fræðsludags félagsliða, fimmtudaginn 20. september í Hannesarholti, Grundarstíg 10 í Reykjavík.
Dagskrá
10:00 Morgunkaffi
10:30 Kjaramál – veturinn framundan, Drífa Snædal og Sonja Þorbergsdóttir
11:30 Breytingar á námi félagsliða, Þórkatla Þórisdóttir
12:00 Hádegismatur
13:00 Vinna og barátta félagsliða framundan, unnið úr tillög…!--more-->
23. ágúst 2018
2,5 atvinnuleysi í júlí
Áætlað er að 212.900 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í júlí 2018, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en það jafngildir 84,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 207.600 starfandi og 5.300 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 82,2% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,5%.
Samanburður mælinga fyrir júlí 2017 og 2018 sýnir að …!--more-->
14. ágúst 2018
LÝSA – upplýsandi hátíð um samfélagsmál
LÝSA – upplýsandi hátíð um samfélagsmál fer fram 7. og 8. september næstkomandi í Hofi Akureyri. Markmið hátíðarinnar er að hvetja til uppbyggjandi skoðanaskipta milli almennings, félagasamtaka og stjórnmálafólks. Á LÝSU gefst tækifæri til að varpa ljósi á málefni, eiga samtal við almenning og ráðamenn og leita eftir stuðningi við ýmis hagsmunamál.
LÝSU má á margan hátt líkja við tónlistarhátíð …!--more-->