12. september 2017
Streymt frá mansalsráðstefnu
Mikill áhugi er á mansalsráðstefnunni sem Starfsgreinasambandið, lögreglan og Reykjavíkurborg standa fyrir á fimmtudaginn næstkomandi. Því miður komast ekki allir að sem vilja og er löngu orðið fullbókað. Ráðstefnunni verður hins vegar streymt á Facebook-síðu Starfsgreinasambandsins og hér á vefnum og því geta allir hlýtt á fyrirlestrana sem vilja. Frétt um ráðstefnuna.
7. september 2017
Minningarmark reist um Elku Björnsdóttur
Fyrr í dag var minning Elku Björnsdóttur verkakonu heiðruð með því að reisa minningarmark við gröf hennar í Hólavallagarði við Suðurgötu. Leiði Elku hafði verið með öllu ómerkt og því vel viðeigandi að heiðra minningu þessarar merku konu með þeim hætti að merkja leiði hennar og lyfta um leið minningu hennar og verkum á loft með þessum hætti. Jónína Björg Magnúsdóttir verkakona flutti tvö lög við a…
7. september 2017
Málþing um nýjar áskoranir í framhaldsfræðslu
Starfsgreinasambandið vill vekja athygli á málþingi sem fer fram í dag þar sem umfjöllunarefnið verður nýjar áskoranir í framhaldsfræðslu. Málþingið er haldið á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Fræðslusjóðs og fer fram í Nauthól í Reykjavík klukkan 13:00-16:15. Áherslur, leiðir og framkvæmd framhaldsfræðslu eru sífellt til skoðunar meðal þeirra sem …
7. september 2017
Málþing - Af hverju borga ég í stéttarfélag?
https://www.sgs.is/malthing-asi-og-sgs-verkalydsbarattan-og-stjornmalin-i-tonlist-mali-og-myndum/
6. september 2017
Fundur Fólksins
Lýðræðis- og stjórnmálahátíðin Fundur Fólksins fer fram dagana 8. og 9. september í Hofi á Akureyri. Á hátíðinni munu hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar og stofnanir vera með starfsemi í bland við líflegar umræður, tónlistaratriði og uppákomur. Hátíðinni er ætlað að virkja lýðræðisþátttöku almennings, vera vettvangur allra þeirra sem vilja ræða málefni samfélagsins og skapa meira traust og s…