29. október 2015
Ný hagspá ASÍ 2015-2017
Hagdeild ASÍ kynnti í dag nýja hagspá fyrir næstu tvö ár. Samkvæmt henni eru ágætar horfur í íslensku efnahagslífi. Gert er ráð fyrir góðum hagvexti næstu tvö árin. Hagvöxturinn verður drifinn áfram af vexti þjóðarútgjalda, þar sem einkaneysla og fjárfestingar vaxa mikið og gangi spáin eftir fara fjárfestingar yfir 20% af landsframleiðslu á spátímanum.
Sjö árum eftir hrun fjármálakerfisins erum v…!--more-->
29. október 2015
Forsaga SGS - erindi frá afmælismálþingi
Á málþingi sem Starfsgreinasambandið stóð fyrir 13. október síðastliðinn, í tilefni af 15 ára stofnafmæli sambandsins, hélt Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur áhugavert erindi um skipulag verkalýðshreyfingarinnar og forsögu SGS. Í erindi sínu fór Sumarliði meðal annars yfir stöðu og hlutverk sambanda innan ASÍ frá upphafi, þ.e. allt frá því að engin landssambönd eða önnur deildaskipting var inn…
28. október 2015
Ályktun formannafundar ASÍ um kjaramál
Formannafundur ASÍ sem nú stendur yfir samþykkti rétt í þessu eftirfarandi ályktun um kjaramál:
...
Formannafundur ASÍ lýsir yfir áhyggjum af stöðu efnahags- og kjaramála. Skortur á samstöðu, órói og átök hafa einkennt íslenskan vinnumarkað, allt frá því að þeirri launastefnu sem samið var um á almennum vinnumarkaði í árslok 2013 var hafnað. Síðan þá hefur hver hópur á vinnumarkaði farið fram og…
28. október 2015
Samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga í höfn
Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu í gær undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Markmið samkomulagsins er að tryggja varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta. Með samkomulaginu er lagður grunnur að sátt á vinnumarkaði, auknu samstarfi og minni átökum.…
28. október 2015
Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan samning við ríkið lýkur á morgun
Vert er að minna á að atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við ríkið lýkur á miðnætti á morgun, fimmtudaginn 29. október. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar daginn eftir. Atkvæðagreiðslan er með rafrænum hætti og eru allir félagsmenn sem starfa eftir samningi SGS við ríkið á kjörskrá. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið á skrifstofu síns stéttarfélags.
Til að greiða at…