14. nóvember 2018
Konur taka af skarið á Akureyri
Það var líf og fjör sl. laugardag í sal Einingar-iðju þar sem konur á Norðurlandi hittust til skrafs og ráðagerða. Tilefnið var námskeiðið „Konur taka af skarið!“ sem AkureyrarAkademían, Jafnréttisstofa, Starfsgreinasambandið og JCI Sproti standa fyrir. Verkefnið fékk styrk úr Jafnréttissjóði Íslands og er markmið þess að hvetja konur til þátttöku og áhrifa innan verkalýðshreyfingarinnar.
Viðamik…
12. nóvember 2018
Desemberuppbót 2018
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.
Upphæðir desemberuppbót…!--more-->
12. nóvember 2018
Hörður Guðbrandsson nýr formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur
Hörður Guðbrandsson hefur tekið við formennsku Verkalýðsfélags Grindavíkur, en hann tekur við embættinu af Magnúsi Má Jakobssyni sem gegnt hefur formennsku í félaginu frá árinu 2012. Hörður er búfræðingur að mennt og hefur starfað við ýmsa verkamannavinnu í gegnum tíðina, m.a. sem bílstjóri, verkstjóri og sjómaður. Hörður var í bæjarstjórn Grindavíkur í 10 ár og forseti bæjarstjórnar megnið af þei…!--more-->
2. nóvember 2018
Atvinnuleysi 2,2% á þriðja ársfjórðungi
Á þriðja ársfjórðungi 2018 voru að jafnaði 206.700 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 202.200 starfandi og 4.500 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka var 82,4%, hlutfall starfandi 80,6% en atvinnulausra 2,2%.
Atvinnulausar konur voru 2.200 og var atvinnuleysi á meðal kvenna 2,3%. Atvinnulausir karlar voru 2.300 eða 2,0%. Atvinnuleysi var 2,5% á höfuðborgarsvæðinu og 1,5…!--more-->
2. nóvember 2018
SGS auglýsir eftir nýjum framkvæmdastjóra
Starfsgreinasamband Íslands óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf framkvæmdastjóra. Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf.
Starfssvið:
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri
- Stefnumótun og framkvæmd ákvarðana
- Umsjón með gerð og túlkun kjarasamninga
- Umsjón með kynningarstarfi, útgáfu og samskiptum við fjölmiðla
- Skipulagning samráðs og samstarfs aðildarfélaga
- Samski…