2. október 2017
35. þing Alþýðusambands Norðurlands fór fram um helgina
Tæplega 90 fulltrúar, frá öllum stéttarfélögum á Norðurlandi sátu 35. þing Alþýðusambands Norðurlands sem fram fór á Illugastöðum í Fnjóskadal um helgina. Þingið tókst í alla staði mjög vel. Skipað var í fjóra vinnuhópa þar sem fjallað var um vinnumarkaðsmál, menntamál, jafnréttismál og velferðarmál. Fjórar ályktanir voru samþykktar samhljóða á þinginu og má lesa þær hér fyrir neðan.
Fjölmargir g…!--more-->
28. september 2017
Aðgerðaráætlun gegn einelti og kynbundnu ofbeldi
Starfsgreinasambandið hefur samþykkt áætlun gegn einelti og kynbundnu áreiti og tekur áætlunin til sambandsins sem vinnustaðar sem og félaglegra þátta. Samkvæmt áætluninni er öllum einstaklingum sem starfa hjá Starfsgreinasambandi Íslands eða taka með öðrum hætti þátt í starfi þess tryggt öruggt umhverfi og virðing. Í því felst að þurfa ekki að þola einelti eða annars konar ofbeldi. Í áætluninni e…!--more-->
28. september 2017
2,5% atvinnuleysi í ágúst
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 200.800 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í ágúst 2017, sem jafngildir 83,1% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 195.800 starfandi og 5.000 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 81% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,5%. Samanburður mælinga fyrir ágúst 2016 og 2017 sýna að atvinnuþátttaka dróst sam…
25. september 2017
Málþing ASÍ um vinnuvernd
Föstudaginn 29. september næstkomandi mun Alþýðusamband Íslands standa fyrir málþingi um vinnuvernd, sem er ætlað forystufólki í verkalýðshreyfingunni og öðru áhugafólki um vinnuvernd. Málþingið fer fram á Icelandair Hotel Natura í Reykjavík og stendur frá klukkan 09:00 til 12:00.
Dagskrá
9:00 Setning
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
9:10 Aukin samfélagsleg vitund á vinnuvernd sem mannrétt…!--more-->
17. september 2017
Mansal í brennidepli
Starfsgreinasamband Íslands, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg ásamt Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar stóðu sl. fimmtudag fyrir ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík, þar sem mansal var í brennidepli. Á ráðstefnunni miðluðu sjö erlendir sérfræðingar af reynslu sinni og þekkingu á mansali, m.a. lögreglumenn, saksóknarar og sérfræðingar í vinnu með fórnarlömbum mansals.
Ráðste…