13. nóvember 2015
Viðræðum við sveitarfélögin slitið
Viðræðum við Samband Íslenskra sveitarfélaga var slitið í vikunni og deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Viðræður hafa staðið yfir í haust en lítið hefur miðað í launamálum. Það vantar sameiginlegan skilning á þeim ramma sem unnið er út frá samkvæmt SALEK-samkomulaginu og að mati samninganefndar Starfsgreinasambandsins skortir samningsvilja hjá samninganefnd sveitarfélaganna.
Önnur atriði en la…
5. nóvember 2015
Hótelþernur krefjast góðra starfsskilyrða og vinnuumhverfis
Að ræsta á hótelum fylgir mikil streita og er líkamlega erfitt. Margir eru þar að auki í ótryggu ráðningarsambandi. Þann 4.-11. nóvember 2015 standa samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum fyrir átaki þar sem beint er sjónum að aðstöðu hótelþerna.
Kastljósinu er beint að vinnuálagi sem hefur aukist mjög hin síðari ár. Margar hóte…!--more-->
4. nóvember 2015
Ráðstefna ASÍ um jafnréttismál - eru verðmætin í jafnréttinu falin?
Jafnréttisnefnd ASÍ býður til ráðstefnu 12. nóvember 2015 kl. 10:00 – 16:00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Yfirskrift ráðstefnunnar er Vinnumarkaðurinn og jafnréttisbaráttan - eru verðmætin í jafnréttinu falin?
Í ár eru 40 ár frá því að íslenskar konur lögðu niður störf þann 24. október til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra og krefjast bættra kjara. 60 ár eru frá því að fyrsta…
2. nóvember 2015
Atvinnuleysi mældist 3,5% á þriðja ársfjórðungi 2015
Á þriðja ársfjórðungi 2015 mældist atvinnuleysi 3,5%. Atvinnuþátttaka var 83,3% og hlutfall starfandi nam 80,4%. Þetta kemur fram í nýju hefti Hagtíðinda Hagstofunnar um vinnumarkaðinn.
Atvinnuþátttaka 83,3% Á þriðja ársfjórðungi 2015 voru 192.800 manns á vinnumarkaði sem jafngildir 83,3% atvinnuþátttöku. Frá þriðja ársfjórðungi 2014 hefur fólki á vinnumarkaði fjölgað um 2.400 og atvinnuþátttakan…
30. október 2015
Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu um nýjan samning við ríkið
Ríkisstarfsmenn í 15 aðildarfélögum SGS hafa samþykkt kjarasamninginn sem undirritaður var 7. október síðastliðinn í sameiginlegri rafrænni atkvæðagreiðslu. Niðurstaðan var mjög afgerandi - já sögðu 81,8% en nei sögðu 16,3% (auðir seðlar 1,9%). Alls voru 1.012 félagar á kjörskrá og greiddu 258 þeirra atkvæði (25,5% kjörsókn). Starfsgreinsambandið undirritaði kjarasamninginn í umboði eftirtalinna f…