12. júní 2019
Nýr kjarasamningur við Landsamband smábátaeiganda og Samband smærri útgerða
Undirritaður hefur verið nýr kjarasamningur um ákvæðisvinnu við línu og net. Samningurinn er milli Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og Landssambands smábátaeigenda og Samtaka smærri útgerða hins vegar. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022. Launabreytingar í samningnum taka mið af Lífskjarasamningi Samtaka atvinnulífsins, verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda. Samn…
6. júní 2019
Nýr kjarasamningur við Flugleiðahótel ehf. vegna Edduhótela
Flugleiðahótel ehf., fyrir hönd sumarhótela sinna, og Starfsgreinasamband Íslands hafa skrifað undir nýjan kjarasamning um kaup og kjör starfsfólks á Edduhótelum, sem vinnur eftir hlutaskiptakerfi. Skrifað var undir samninginn 26. apríl síðastliðinn. Samningurinn tekur mið af þeim breytingum sem gerðar voru á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og undirritaðir voru 3. apríl 2019. Verði gerðar …
5. júní 2019
Nýr kjarasamningur við Bændasamtök Íslands
Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning 31. apríl síðastliðinn um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn.Samningurinn nær ekki til þeirra starfsmanna sem starfa við ferðaþjónustu eða aðra starfsemi sem fellur ekki undir ofangreinda skilgreiningu. Starfsmenn, sem starfa…
28. maí 2019
Nýir kauptaxtar komnir á vefinn
Nýir kauptaxta fyrir þá sem starfa á almennum vinnumarkaði eftir samningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru nú aðgengilegir á vef sambandsins og má nálgast hér. Viðkomandi kauptaxtar gilda frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2020. Samkvæmt töxtunum hækkuðu kauptaxtar frá 1. apríl 2019 um 17.000 kr. á mánuð og almenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf nam 17.000 kr. á mánuði  frá…
28. maí 2019
SGS og Efling vísa kjaradeilu við Samband Íslenskra sveitarfélaga til Ríkissáttasemjara
Viðræður Starfsgreinasambandsins og Eflingar – stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga um nýjan kjarasamning hafa staðið yfir undanfarnar vikur og hafa aðilar átt 5 formlega fundi. Fyrir utan kröfugerð aðila um eðlilegar kjarabætur í samræmi við samninga á almenna markaðnum og önnur mál, hafa verkalýðsfélögin krafist þess að Samband sveitarfélaganna efni samkomulag um jöfnun lífeyrisrétt…