8. október 2019
Yfirlýsing frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga vegna kjaradeilu við samninganefnd sveitarfélaga
Stjórn Verkalýðsfélag Vestfirðinga kom saman í gær til að ræða þá ákvörðun Sambands íslenskra sveitarfélaga að vísa þrem­ur sveit­ar­fé­lög­um, (Súðavík­ur­hreppi, Reyk­hóla­hreppi og Tjör­nes­hreppi)  úr sam­ráði sveit­ar­fé­lag­anna í kjaraviðræðum. Félagið sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í kjölfar fundarins. Verkalýðsfélag Vestfirðinga lýsir yfir furðu sinni með það ægivald sem samninga…
4. október 2019
Hörð og ósveigjanleg afstaða sveitarfélaganna mikil vonbrigði
Deilur hafa staðið milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands um efndir á samkomulagi frá því í júlí 2009 um jöfnun lífeyrisréttinda hjá starfsmönnum sveitarfélaga. Eftir afdráttarlausa neitun sveitarfélaganna á að ræða lausnir í yfirstandandi kjaraviðræðum átti SGS ekki annan kost en að vísa ágreiningsefnum til Félagsdóms í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilu…
9. september 2019
Samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar undirritað
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar - stéttarfélags hafa undirritað samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar aðila þar sem stefnt er að gerð nýs kjarasamnings fyrir 20. október næstkomandi. Jafnframt drógu SGS og Efling - stéttarfélag til baka vísun kjaradeilu aðila til ríkissáttasemjara. Þann 1. október 2019 verður hverjum s…
4. september 2019
Fjölbreytt dagskrá á LÝSU - Rokkhátíð samtalsins
LÝSA – Rokkhátíð samtalsins verður haldin hátíðleg dagana 6. og 7. september í Hofi á Akureyri. LÝSA er fyrir alla þegna samfélagsins og er mikilvægur vettvangur til að ræða málefni líðandi stundar og byggja brú milli almennings, félagasamtaka og stjórnmálafólks. Á hátíðinni fara fram bæði áhugaverðar og mikilvægar umræður sem snerta okkur öll og er markmiðið að hvetja allar stéttir samfélagsins t…
28. ágúst 2019
Afstaða sveitarfélaganna mikil vonbrigði
Mál Starfsgreinasambands Íslands gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga var tekið fyrir í Félagsdómi sl. mánudag. Er það í samræmi við samþykkt formannafundur SGS 8. ágúst síðastliðinn. Það var mat fundarins að með því að vísa deilum um jöfnun á lífeyrisréttindum til Félagsdóms væri hægt að halda áfram að ræða önnur atriði. Fyrirtaka í málinu fór fram síðastliðinn mánudag og fór lögfræðingur …