25. október 2019
Ályktun í tilefni af kvennafrídeginum
Starfsgreinasamband Íslands minnist þess að 44 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum þann 24. október árið 1975. Þennan dag sameinuðust íslenskar konur um að leggja niður störf og lama þar með íslenskt atvinnulíf til að vekja athygli á ómetanlegu vinnuframlagi kvenna á íslenskum vinnumarkaði og inni á heimilum.
24. október 2019
Skammvinnt samdráttarskeið
Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, fór yfir þróun og horfur í efnahagsmálum á þingi SGS í dag. Í máli hennar kom fram, að útlit sé fyrir að landsframleiðsla dragist saman á þessu ári, eftir átta ára samfellt hagvaxtarskeið. Hagdeildin spáir því að samdrátturinn verði 0,3% á þessu ári.
24. október 2019
Vandamálin þau sömu og annars staðar í Evrópu
Ójöfnuðurinn hefur hins vegar ekki einungis átt sér stað innan einstakra landa, bilið á milli ríkustu og fátækustu þjóða Evrópu hefur einnig aukist mikið seinustu árin. Þetta ójafnvægi hefur skapað mikla spennu og óánægju á meðal almennings í Evrópu sem á erfitt með að láta laun duga fyrir eðlilegri framfærslu. En eins og þið sjáið eru vandamálin þau sömu og hér á landi.
24. október 2019
Ávarp 2. varaforseta ASÍ á þingi SGS
Þið vilduð fá forseta okkar hingað í dag en þar sem hún er veik þá verðið þið að láta ykkur það lynda að fá 2. varaforseta. Ég veit að það er ekki alveg það sama fyrir ykkur en ég er virkilega þakklátur fyrir að fá að vera hér með ykkur.
24. október 2019
Ávarp félags- og barnamálaráðherra á þingi SGS
Ég, ásamt þeirri ríkisstjórn sem nú situr, hef lagt ríka áherslu á samvinnu stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og ekki síst þess vegna er það mér sönn ánægja að fá tækifæri til að ávarpa ykkur hér í dag á ársþingi Starfsgreinasambandsins.