2. mars 2020
COVID-19 og fjarvistir frá vinnu
Launafólk sem sett er í sóttkví eða sem gert er að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu sýkt af COVID-19 eða sé hugsanlegir smitberar hans, er að mati ASÍ óvinnufært vegna sjúkdóms eða vegna hættu á því að verða óvinnufært vegna hans. Þau forföll eru greiðsluskyld skv. ákvæðum kjarasamninga og laga.
25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson skipaður ríkissáttasemjari
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skipaði í dag Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl nk. Helga Jónsdóttir settur ríkissáttasemjari mun gegna störfum fram til þess tíma.
20. febrúar 2020
Samningur við Landsvirkjun samþykktur
Kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og Landsvirkjunar, sem undirritaður var í lok janúar síðastliðinn, var samþykktur með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna, en um 90% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn. Atkvæðagreiðslan var með rafrænum hætti og fór fram á tímabilinu 12. - 14. febrúar.
20. febrúar 2020
Samkomulag við ríkið
Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins og Samninganefnd ríkisins náðu samkomulagi um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi í gær hjá ríkissáttasemjara. Viðræður hafa staðið undanfarna mánuði og hefur m.a. verið að störfum vinnuhópur aðila á opinberum markaði um breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu.
17. febrúar 2020
Ótímabundið verkfall Eflingar hjá Reykjavíkurborg hófst í dag
Starfsgreinasamband Íslands ítrekar stuðning sinn við réttmætar kröfur um að fólk geti lifað af sínum launum og minnir félagsmenn sína á að ganga ekki í störf félaga sinna sem eru í verkfalli og sendir Eflingu baráttukveðjur.