13. janúar 2015
Neytendur hvattir til að vera á verði
Starfsgreinasambandið vill minna íslenska neytendur á vefsíðuna www.vertuaverdi.is. Síðuna er hægt að nýta til koma áleiðis ábendingum um óeðlilegar verðhækkanir eða verslanir sem virðast ekki vera að bregðast rétt við breytingum á virðisaukaskatti og vörugjöldum.
6. janúar 2015
Nýir kauptaxtar fyrir starfsfólk hjá sveitarfélögum
Starfsgreinasambandið vill vekja athygli á að um áramótin tóku gildi nýir kauptaxtar hjá þeim sem starfa hjá sveitarfélögunum. Nýju kauptaxtana er finna hér.
5. janúar 2015
Gleðilegt ár!
Starfsgreinasambandið óskar aðildarfélögum, félagsmönnum, samstarfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar fyrir allt liðið. Síðasta ár einkenndist af ólgu á vinnumarkaði, bæði voru fjöldi félaga innan SGS sem felldi samningana sem gerðir voru í desember 2013 og sömdu uppá nýtt og eins voru verkföll annarra stétta tíðari og samningar erfiðari en tíðkast hefur undanfarin ár. Skýlaus kraf…