26. janúar 2015
Næsta skref - nýr vefur
Vefurinn næsta skref, upplýsingavefur um nám og störf, var opnaður á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins í desember síðastliðinn, en markmið vefsins er að veita einstaklingum upplýsingar og aðgengi að ráðgjöf um störf á íslenskum vinnumarkaði, námsframboð þeim tengdum og raunfærnimatsleiðir. Vefurinn er ein af afurðum IPA verkefnis Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins "Þróun raunfærnimats til að…
23. janúar 2015
Kröfugerð SGS mótuð
Samninganefnd SGS hittist á löngum fundi í Karphúsinu í gær til að móta kröfugerð SGS fyrir komandi kjarasamninga. Áður höfðu félögin sent sínar eigin kröfugerðir inn til SGS. Eftir góðar umræður samþykkti nefndin samhljóða sameiginlega kröfugerð sem afhent verður Samtökum atvinnulífsins næstkomandi mánudag. Mikill hugur var í fundarmönnum og samstaðan ríkjandi.
21. janúar 2015
Atvinnuþátttaka mælist 80%
Samkvæmt nýjustu vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, sem gerð var í desember sl., mældist atvinnuþátttaka hér á landi 80%. Það þýðir að af þeim 183.700 manns sem voru að jafnaði á vinnumarkaði voru 175.800 af þeim starfandi og 7.900 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist því 4,3%. Atvinnuþátttaka Íslendinga hefur minnkað um 0,8% ef miðað er við sama tíma fyrir ári síðan, en atvinnuleysi mi…
16. janúar 2015
Formenn aðildarfélaga SGS gefa tóninn fyrir komandi kjarasamninga
Formenn aðildarfélaga SGS hafa að undanförnu látið vel í sér heyra í hinum ýmsu fjölmiðlum í þeim tilgangi að gefa tóninn fyrir komandi kjarasamningsviðræður og leggja mat sitt á stöðuna sem upp er komin á íslenskum vinnumarkaði. Fjöldi frétta, viðtala og greina hafa birst í héraðsmiðlum og víðar að undanförnu þar sem formenn félaganna hafa látið skoðanir sínar í ljós.
Hér að neðan má nálgast hlu…!--more-->
16. janúar 2015
Félagsfundir um allt land – launakröfur mótaðar
Aðildarfélög innan SGS eru nú í óða önn við að móta launakröfur sínar fyrir komandi kjarasamninga, en samningar á almennum vinnumarkaði renna út 28. febrúar næstkomandi. Að undanförnu hafa félögin boðað til fjölda félags- og kjaramálafunda á sínum félagssvæðum og eru fleiri fundir fyrirhugaðir á næstu dögum. Fundirnir hafa almennt verið vel sóttir sem gefur sterka vísbendingu um að hugur er í verk…