30. janúar 2015
Nýr upplýsingabæklingur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu
Eining-Iðja, eitt af aðildarfélögum SGS, ákvað nýlega að láta útbúa bækling með ýmsum upplýsingum fyrir þá sem vinna í ferðaþjónustu, sbr. veitingastöðum, hótelum, gistiheimilum eða í afþreyingarferðaþjónustu. Í bæklingnum er m.a. fjallað um lágmarkshvíld, jafnaðarkaup, vaktavinnu, að reynslutími eða starfsþjálfun er líka vinna og margt fleira. SGS hvetur starfsfólk í ferðaþjónustu til að kynna sé…
29. janúar 2015
Starfsgreinasambandið undirbýr næstu skref
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands veitti í dag samningaráði sambandsins umboð til að vísa kjaradeilu þess við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Starfsgreinasambandið fer með umboð 16 aðildarfélaga um allt land og semur fyrir rúmlega 12 þúsund manns á almennum vinnumarkaði.
Launakröfur Starfsgreinasambandsins voru birtar Samtökum atvinnulífsins á fundi í húsnæði ríkissáttasemj…!--more-->
28. janúar 2015
Dagvinnulaun íslensks verkafólks allt að 30% lægri en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum
Mikið hefur verið fjallað að undanförnu um laun á Íslandi í samanburði við kjör launafólks á hinum Norðurlöndunum, en lítið hefur verið um haldbærar upplýsingar um hver þessi munur er. Undanfarin ár hafa hagstofur innan ESB og EES landanna unnið að samræmingu hagskýrslugerðar um laun og tekjur einstakra starfsstétta. Því er orðið mun auðveldara að bera saman laun eftir starfsstéttum en áður var. Í…
26. janúar 2015
Kjarakröfur SGS birtar atvinnurekendum
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) afhenti Samtökum atvinnulífsins í dag kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga.
Kröfurnar mótuðust á fundum í verkalýðsfélögum og á vinnustöðum um land allt og með hliðsjón af niðurstöðu viðhorfskannana. Þær urðu þannig til í víðtæku, lýðræðislegu ferli í verkalýðshreyfingunni þar sem öllum félagsmönnum gafst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á…
26. janúar 2015
Skýrsla um færniþörf á vinnumarkaði
Skýrslan "Færniþörf á vinnumarkaði - horfur til næstu 10 ára" er komin út. Skýrslan er unnin af Karli Sigurðssyni fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem hluti af IPA verkefninu "Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun". Í skýrslunni er að finna almennt mat á framtíðarhorfum á íslenskum vinnumarkaði og hvers konar færni megi vænta að verði þörf fyrir á vi…