9. október 2024
Verkalýðsfélag Akraness fagnar 100 ára afmæli
Í dag, 14. október fagnar Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) 100 ára afmæli sínu. Aldarafmælinu hefur verið fagnað á ýmsan hátt, opið hús var á skrifstofu félagsins sl. föstudag þar sem boðið var upp á léttar veitingar og sýndar myndir og munir tengdir sögu félagsins. Um kvöldið var félagsmönnum svo boðið á tónleika í Bíóhöllinni.
9. október 2024
Formaður SGS á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis
Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, mætti á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær í þeim tilgangi að reifa afstöðu SGS vegna fyrirhugaðra áforma stjórnvalda um lækkun og afnám framlags til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða. Samkvæmt frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2025 er lagt til að á árinu 2025 renni framlagið eingöngu til lífeyrissjóða með þyngstu örorkubyrðina en þar er átt við lífeyrissjóði þar sem hlutfall örorkuskuldbindingar af framtíðarskuldbindingu er einu prósentustigi yfir meðaltali örorkuskuldbindingar sjóðanna.
4. október 2024
Uppfærður heildarkjarasamningur SGS og SA kominn á vefinn
Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í mars sl. vegna starfa á almennum vinnumarkaði og gildir sá samningur frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028.
20. september 2024
Metþátttaka á fræðsludögum starfsfólks
Dagana 19. og 20. september stóð Starfsgreinasambandið fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins og voru þeir að þessu sinni haldnir á Fosshótelinu í Stykkishólmi. Mætingin í ár var með besta móti. Um 40 fróðleiksfúsir fulltrúar mættu frá aðildarfélögum sambandsins, en aldrei áður hafa fleiri þátttakendur skráð sig til leiks.
22. ágúst 2024
Ræstingarauki um næstu mánaðarmót
Í kjarasamningi SGS og SA, sem undirritaður var í mars síðastliðnum, var samið um svokallaðan ræstingarauka fyrir starfsfólk í ræstingum. Þetta þýðir að ræstingarfólk fær sérstaka viðbótargreiðslu með launum fyrir ágúst sem greidd verða út um næstu mánaðamót.