10. maí 2021
Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2021
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert.
27. apríl 2021
Baráttusamkomu sjónvarpað 1. maí
Annað árið í röð og í annað skiptið síðan 1923 getur íslenskt launafólk ekki safnast saman á 1. maí til að leggja áherslu á kröfur sínar. Líkt og í fyrra er brugðist við þessari stöðu með útsendingu frá sérstakri skemmti-og baráttusamkomu sem verður sjónvarpað á RÚV að kvöldi 1. maí (kl. 21:00).
21. apríl 2021
Nýtt þýðingarapp komið í loftið
Orðakista ASÍ - OK er nú orðið aðgengileg, en um er að ræða smáforrit (app) sem er aðallega ætlað trúnaðarmönnum stéttarfélaga og erlendum félagsmönnum.
16. mars 2021
Velferðarnefnd Alþingis skorar á stjórnvöld að leysa málefni starfsfólks á hjúkrunarheimilum
Starfsgreinasambandið hefur mótmælt harðlega þeirri aðferðafræði að segja upp tæplega 150 starfsmönnum á hjúkrunarheimilum í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum nú þegar rekstur þeirra er að flytjast til ríkisins. Velferðarnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum svofellda yfirlýsingu sem tekur undir sjónarmið SGS og hvetur stjórnvöld til að leysa málið.
12. mars 2021
SGS krefst þess að hætt verði við uppsagnir á hjúkrunarheimilum
Starfsgreinasamband Íslands mótmælir harðlega boðuðum uppsögnum á hjúkrunarheimilum í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabæ. Það er aumur fyrirsláttur hjá ríkinu að það sé nauðsynlegt vegna yfirfærslu rekstarins frá sveitarfélögum til ríkisins og hrein svik á því sem stéttarfélögum starfsmanna hefur verið gefið til kynna.