10. júní 2021
Skilorðsbundin lífshætta
Á Vísi í gær var fjallað um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. júní síðastliðinn, í máli eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob þar sem hann var dæmdur fyrir að stefna lífi og heilsu erlendra starfsmanna sinna í hættu. Eigandinn, Þorkell Kristján Guðgeirsson, lét smíða ,,svefnskápa“ fyrir erlenda starfsmenn í iðnaðarhúsnæði þar sem brunavarnir voru ekki til staðar.
21. maí 2021
Sveitarfélögin fá falleinkun – vegna styttingar vinnuvikunnar í dagvinnu
Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir því í áratugi að vinnuvikan verði stytt hjá launafólki. Í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög sem undirritaðir voru 2020 voru stigin þýðingarmikil skref til styttingar vinnuvikunnar.
19. maí 2021
Formenn funda í Mývatnssveit
Dagana 20. og 21. maí heldur Starfsgreinasambandið formannafund sinn og fer hann að þessu sinni fram á Sel-Hótel á Mývatnssveit. Um er að ræða útvíkkaðan fund, þ.e.a.s. til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi.
11. maí 2021
Vaktaálög breytast hjá ríki og sveitarfélögum
1. maí síðastliðinn breyttust vaktaálög hjá ríki og sveitarfélögum, þ.e hjá vaktavinnufólki sem og hjá dagvinnufólki sem vinnur utan hefðbundins dagvinnutíma. SGS er búið að uppfæra viðkomandi kauptaxta á heimasíðunni og má nálgast þá hér að neðan.
10. maí 2021
Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2021
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert.