6. desember 2012
Endurskoðun kjarasamninga rædd á formannafundi
Formannafundur Starfsgreinasambandsins var haldinn á Selfossi 4. desember síðastliðinn og litaðist hann eðlilega af uppsagnarákvæði kjarasamninga. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ hélt framsögu um hvaða forsendur kjarasamninga hefðu haldið og hverjar væru brostnar. Þá fór hann yfir hvernig kjör hefðu þróast á þessu samningstímabili. Ljóst er að forsendur eru fyrir endurskoðun kjarasamni…
3. desember 2012
Formannafundur SGS á Selfossi
Á morgun, þriðjudaginn 4. desember, heldur Starfsgreinasambandið formannafund sinn og fer hann að þessu sinni fram á Hótel Selfossi. Um er að ræða útvíkkaðan fund, þ.e.a.s. til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi. Á fundinum verða ýmis mál tekin fyrir og má þar á meðal nefna kjaramál, en fulltrúar ASÍ munu mæta og fara yfir stöðu kja…
28. nóvember 2012
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Í haust hefur Starfsgreinasambandið átt fulltrúa í nefnd á vegum Innanríkisráðuneytisins um endurmenntun atvinnubílstjóra en samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins þarf að skilyrða endurnýjun starfsleyfa við að bílstjórar fari í gegnum endurmenntun. Nefndin er enn að störfum og ekki komin formleg niðurstaða.
Í störfum nefndarinnar höfum við lagt á það áherslu að bílstjórarnir þurfi ekki sjálfi…
26. nóvember 2012
Vel heppnuð málstofa um ræstingar
Starfsgreinasamband Íslands stóð fyrir málstofu um ræstingar í húsakynnum sambandsins þann 20. nóvember s.l. Til málstofunnar voru boðaðir formenn og starfsfólk aðildarfélaga SGS og sem og trúnaðarmenn sem starfa við ræstingar.
Markmið málstofunnar var að að leiða saman ólíka hagsmunaaðila innan greinarinnar og heyra þeirra sýn á stöðuna í ræstingum sem og þeirra framtíðarsýn. Jafnframt að lei…
26. nóvember 2012
Desemberuppbót 2012
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsmönnum sínum desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót greiðist sem eingreiðsla, er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Hér að neðan gefur að líta upphæðir desemberuppbótar fyrir á…